Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Samvinnuhugsjónin lifir á Fáskrúðsfirði og bæjarbúar eiga útgerðina saman

Samvinnuhugsjónin lifir góðu lífi á Fáskrúðsfirði og segja má að bæjarbúar eigi útgerðina á staðnum. Stjórnarformaður Kaupfélagsins fagnar frumvarpi sem á að fyrirbyggja að slík félög séu leyst upp fyrir skjótfenginn gróða.Á frystihúsi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hangir merki Sambands íslenskra samvinnufélaga. Eftir að sambandið féll björguðu heimamenn því af haugunum og settu upp aftur. Á Fáskrúðsfirði er nefnilega starfandi Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga.84% hlutur í Loðnuvinnslunni er verðmætasta eign kaupfélagsins og þar verða peningarnir til. Við hittum Stein Jónasson, stjórnarformann kaupfélagsins, og hann sýndi okkur húsið Tanga þar sem starfsemin hófst. Hann segir að Fáskrúðsfirðinga langi ekki til að leysa út þessa eign til að hagnast sjálfir. „Nei, alla vega ekki þeim sem eru í

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta