Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Færri kaupa fleiri íbúðir

Aukið jafnvægi er að færast yfir fasteignamarkaðinn þrátt fyrir mikla eftirspurn. Kaupsamningum fækkaði milli mánaða en þeim íbúðum sem seldust fjölgaði lítillega á sama tíma, sem þýðir að meira var um að kaupendur tryggðu sér nokkrar íbúðir í einu.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áhrifin af uppkaupum fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga og kaup þeirra á íbúðum annars staðar fara minnkandi. FLEIRI ÍBÚÐIR TIL SÖLU Íbúðum til sölu fjölgaði um hátt í tíu prósent milli mánaða, úr 3.300 í lok júlí í 3.600 í lok ágúst. Megnið af þeirri fjölgun var á höfuðborgarsvæðinu.Íbúðaverð hefur hækkað um 4,5 prósent umfram verðbólgu á einu ári. Þar kann að hafa nokkur áhrif að mun meira selst af nýjum íbúðum en áður þó að þær

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera