Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rampur númer 1300 tekinn í notkun á Bakkaborg í Breiðholti

Það var stór dagur í leikskólanum Bakkaborg í Breiðholti í gær þegar rampur númer 1300 var vígður þar, en hann er hluti af verkefninu Römpum upp Ísland sem Haraldur Þorleifsson er hvatamaður að. Markmiðið er að 1500 rampar verði komnir í notkun um allt land fyrir mars á næsta ári. Í dag var það Franek, fimm ára nemandi í Bakkaborg sem notar hjólastól, sem vígði rampinn að viðstöddum samnemendum og öðrum gestum.„Þetta er mjög stór dagur fyrir okkur ekki síst fyrir Franek okkar sem byrjaði hér eins og hálfs árs og það hefur alltaf fjölgað hjá honum hjálpartækjunum og nú síðast fékk hann hjólastól og nú kemst hann hér út og inn næstum því hjálparlaust,“ segir Ágústa Amalía Friðriksdóttir, leikskólastjóri í Bakkaborg.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera