Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Ég geri aldrei neitt sem er praktískt“

Snæbjörn Brynjarsson er nýr leikhússtjóri Tjarnarbíós. Hann er fæddur 1984, er með BA-próf í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og BA-próf í japönsku máli og menningu frá Háskóla Íslands. Hann hefur farið mjög víða á sínum ferli; skrifað furðusögur fyrir ungmenni, ferðast um Evrópu með frönskum leikhópi, starfað sem varaþingmaður og leikhúsrýnir og stofnað og rekið gallerí og listahátíð í Kópavogi.Síðustu árin hefur Snæbjörn verið safnstjóri Listasafns Svavars Guðnasonar sem staðsett er á Höfn í Hornafirði. Nú hefur hann snúið aftur til höfuðstaðarins og tekið sér stöðu leikhússtjóra Tjarnarbíós. Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir ræddu við Snæbjörn í svipmynd Víðsjár á Rás 1. GERÐI LÍTIÐ ANNAÐ EN AÐ LESA SEM BARN Snæbjörn er alinn upp í Setbergshverfi í Hafnarfirði af

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera