Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Lögmaður Færeyja vonast til að Suðureyjargöng verði að veruleika

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, kveðst sannfærður um að 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar verði að veruleika. Fern ný göng eru í pípunum og er búist við að þau verði gerð á næsta áratug.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, kveðst bjartsýnn á gangnagerð.KVFJohannesen segir í samtali við KVF að meirihluti fulltrúa á Lögþinginu styðji framkvæmdina og að stjórnarandstaðan sé sátt við leiðir til fjármögnunar. Hins vegar segir lögmaðurinn ekkert um hver kostnaðurinn kunni að verða.Tunnilsfélagið sem rekur jarðgöng í Færeyjum telur að kostnaðurinn geta orðið fjórir milljarðar danskra króna. Sigurd Lamhauge, fyrrverandi forstjóri Landsverks sem sér um allar opinberar framkvæmdir, segir að þau geti orðið minnst fimmtíu prósent dýrari.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera