Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Leyniþjónusta segir íranska tölvuþrjóta hafa boðið Biden gögn frá framboði Trumps

Bandarískar leyniþjónustustofnanir og lögregla segja íranska tölvuþrjóta hafa boðið forsetaframboði Joes Biden illa fengin gögn úr ranni kosningaskrifstofu Donalds Trump. Jafnframt hafi efnið verið boðið ónafngreindum, bandarískum fréttamiðlum.Kosningaskrifstofa Trumps sagði í gær augljóst að stjórnvöld í Teheran beittu sér til stuðnings við Harris og Biden. Blaðafulltrúinn Karoline Leavitt segir Íransstjórn vita vel að Trump muni herða viðskiptaþvinganir og standa af alefli gegn ógnartilburðum hennar.Þetta gerðist áður en Biden ákvað að hætta við framboð sitt í júlí og varaforsetinn Kamala Harris tók við. Enginn úr starfsliði Bidens svaraði tölvupóstum þrjótanna að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu nokkurra löggæslu- og leyniþjónustustofnana.Íransstjórn segir ekkert hæft í ásökunum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera