Hvorki fjölmiðlar né norskur almenningur fá að heyra þær ræður og ávörp sem flutt verða við brúðkaup Mörtu Lovísu prinsessu og Dureks Verrett í Geirangri um næstu helgi.Þetta kemur fram í tilkynningu samskiptastjóra hirðarinnar, brúðkaupsveislan sé einkaviðburður ólíkt því sem var þegar Marta Lovísa gekk í hjónaband með rithöfundinum Ara Behn árið 2002. Þeirri athöfn var að stærstum hluta sjónvarpað á NRK en þau skildu 2017 og hann lést tveimur árum síðar.Gestalista brúðkaupsins verði heldur ekki deilt opinberlega né öðru því sem fram fer í brúðkaupsveislunni. Breska slúðurblaðið Hello! keypti einkarétt á ljósmyndum tengdum viðburðinum.Norska ríkisútvarpið hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að Netflix hafi tryggt sér sjónvarpsréttinn að brúðkaupinu enda heimildarmynd væntanleg um ás