Stórtónleikar Rásar 2 eru venju samkvæmt á Arnarhóli í kvöld. Menningarnótt er haldin hátíðleg víða um borg og hátíðarhöldin ná hápunkti á Tónaflóði. Tónleikarnir hefjast 19:45 og standa fram að flugeldasýningu Menningarnætur sem hefst klukkan 23:00.Þau sem verða ekki í þvögunni í miðbænum geta notið alls úr sófanum heima því allt er þetta í beinni útsendingu á Rás 2 og RÚV. Það er einvala lið tónlistarfólks sem kemur fram á Arnarhóli að þessu sinni. Þau sem gleðja landsmenn, nær og fjær, að þessu sinni eru: * Mammaðín * Nussun * Patr!k (Prettyboitjokkó) * Sigga Beinteins * Ultraflex * GDRN * XXX Rottweilerhundar * Friðrik Dór