Ingi Hans Ágústsson hefur alltaf búið á Íslandi en er af þýskum uppruna. Foreldrar hans eru bæði þýsk en fluttu bæði til Íslands eftir stríð. Hann bjó við harðræði í æsku, ofbeldi og mikinn aga. Hann segist í raun aldrei hafa elskað foreldra sína en hafi þó ákveðið sem ungur maður að láta af reiðinni í garð þeirra fyrir sig.Hann á albróður í Þýskalandi sem hann hefur aldrei hitt og átti systur sem var greindarskert og honum fannst hann þurfa að vernda. Ingi Hans hefur starfað í Vin Batasetri í 27 ár og segir að það muni breyta lífi margra til hins verra ef úrræðinu verði lokað. Ingi var gestur Viktoríu Hermannsdóttir í Segðu mér á Rás 1 þar sem hann sagði frá Vin og sjálfum sér. FYRIR FÓLK MEÐ GEÐRÆNAR ÁSKORANIR OG LÍTIÐ TENGSLANET Hann segir að Vin flokkist undir félagsstarfsemi þar se