Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Reiðhjólaþjófnaður úr verslunum færist í aukana

Færst hefur í aukana að hjólum sé stolið úr verslunum, þá sérstaklega rafmagnshjólum. Lögregla segir ástandið óeðlilegt og verið sé að rannsaka málin.Frá því í lok apríl hafa lögreglunni borist tilkynningar um fimm innbrot í reiðhjólaverslanir. Brotist var inn í Örninn, Kríu, Peloton, TRI og Púkann og að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar, lögreglufulltrúa, var aðallega dýrum rafmagnshjólum stolið.Hann segist ekki muna eftir öðru eins. „Nei ekki núna undanfarin ár,“ segir hann. Auðvitað sé einu og einu hjóli stolið, til dæmis úr sameignum og á förnum vegi, en það sé nokkuð nýtt að brotist sé svona mikið inn í verslanir. „Það er klárlega markaður fyrir svona hjól.“ LÍKLEGA FÓLK Í FÍKNIVANDA AÐ AFLA FJÁR Talið er að í þessum tilfellum sé aðallega fólk í fíknivanda að reyna að verða sér ú

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta