Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bresks tækniauðjöfurs saknað eftir snekkjuslys á Miðjarðarhafi

Minnst einn er látinn og sex saknað eftir að snekkju hvolfdi í óveðri á Miðjarðarhafi í nótt. Farþegarnir voru gestir frægs bresks tækniauðjöfurs. Hann er meðal þeirra sem er saknað. Báturinn var á siglingu á Miðjarðarhafi þegar hann lenti í sterkum vindi og honum hvolfdi.Francesco Cefalu sjómaður á Sikiley sá úr höfninni þegar neyðarblysi var skotið upp og hélt strax af stað. „Við fórum að hnitunum úr neyðarsendi snekkjunnar en hún var ekki lengur þar. Við fundum kodda, timbur og fleira úr skipinu á floti. En skipið sjálft eða skipbrotsfólk fundum við ekki,“ sagði hann.Umfangsmiklar björgunaraðgerðir hófust. Um borð voru 22 og tókst ítölsku strandgæslunni að bjarga 15 þeirra, þar á meðal ársgömlu barni.Um borð var meðal annars Mike Lynch, breskur tæknifrumkvöðull sem var kallaður svar Bre

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta