Það er mikilvægt að fólk undirbúi sig fyrir heitavatnslokunina á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Böðvar Ingi Guðbartsson, formaður Félags pípulagningameistara. „Það fyrsta sem við bendum alveg sérstaklega á er að allir bara kynni sér hvernig hitakerfi þau eru með,“ segir Böðvar.Þrjár megingerðir hitakerfa séu gegnumgangandi á höfuðborgarsvæðinu þar sem ýmist þurfi að loka bara fyrir inntak eða bæði inntak og bakrás og slökkva á hringrásardælum fyrir gólfhita. „Ég allavega mæli alltaf með að loka fyrir inntakið,“ segir hann. ÆTLAR AÐ KYNDA VEL UPP Í HÚSINU Í DAG Sjálfur ætlar Böðvar að byrja undirbúning snemma í dag með því að kynda vel upp í húsinu sínu.Lokað verður um svokallaða suðuræð klukkan tíu í kvöld. Hún flytur heitt vatn til notenda í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Breiðholti,