Starbucks er ekki að koma til Íslands. Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, sem kallar sig Odee, stóð fyrir tilkynningu þess efnis að Berjaya Food International hefði tryggt sér rekstrarrétt til þess að opna Starbucks-kaffihús á Íslandi. Hann hefur áður vakið athygli fyrir svipað uppátæki.