EITT AF KENNILEITUM MIÐBÆJARINS Nýja bíó var byggt árið 1929 og er eitt af kennileitum miðbæjarins á Akureyri. Með tilkomu þess á sínum tíma hófst nýr kafli í sögu bíómenningar Akureyringa. Lengi vel voru starfrækt tvö kvikmyndahús á Akureyri en Borgarbíó lokaði fyrir tveimur árum.Bíóið við Strandgötu hefur því verið það eina í bænum undanfarin misseri. En nú er það komið á sölu. REKSTURINN GENGIÐ VEL Á AKUREYRI EN VILJA EINBEITA SÉR AÐ REYKJAVÍK Framkvæmdastjóri Sambíóanna, Björn Ásberg Árnason, segir ákvörðunina hafa komið í kjölfar covid og verkfalla í Hollywood.„Þetta var náttúrulega ekki mjög góður tími fyrir bíórekstur en núna þegar allt er að komast á beinu brautina þá höfum við ákveðið að draga saman seglin, horfa inn á við og einbeita okkur að bíóum í Reykjavík,“ segir Björn.R