Kaupæði virðist hafa gripið Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, í Mílanó á Ítalíu á dögunum. Kelce er sagður hafa eytt á 75 þúsund dollara, um tíu milljónir í íslenskum krónum, í alls konar tískuvörur fyrir kærustuna sína, tónlistarkonuna Taylor Swift.