Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Flugeldasýningum í Tívolí hætt í bili vegna slyss

Ótímabundið hlé verður gert á flugeldasýningum sem haldnar eru á laugardögum í Tívolí í Kaupmannahöfn eftir slys í gær. Tvítugur starfsmaður við flugeldasýninguna hlaut brunasár víðs vegar um líkamann við störf á flugeldasýningunni í gærkvöld. Torben Plank, upplýsingafulltrúi Tívolís, segir enga flugelda fara á loft fyrr en að lokinni rannsókn á slysinu. Hann segir í skriflegu svari til danska ríkisútvarpsins að Tívolí hafi notið þjónustu reynds verktaka við flugeldasýningarnar undanfarin ár. Ungi maðurinn sem slasaðist var starfsmaður þess fyrirtækis. Hann segir slysið vera áminningu um að fara verði af ítrustu varkárni við meðferð flugelda.RITZAU SCANPIX / EPA-EFE

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera