Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei, það er kominn 17. júní og Íslendingar fagna auðvitað þjóðhátíðardeginum eins og ár hvert. Jafnvel extra mikið í dag enda er íslenska lýðveldið orðið 80 ára. Víða um land fara fram hátíðarhöld og þjóðsöngurinn trúlega á vörum margra.Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar er þjóðsöngur Íslands eins og allir vita. Lagið var samið fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar 1874 og er alltaf jafn hátíðlegt. En lagið er sumum flókið og textinn getur vafist fyrir fólki í samsöng. Íslendingar eiga mörg önnur lög sem gjarnan eru sungin á mannamótum og Menningarvefur RÚV tók saman lista með nokkrum þeirra. ÉG ER KOMINN HEIM MEÐ ÓÐNI VALDIMARSSYNI „Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim,“ orti Jón