Maður er í haldi lögreglunnar í Ósló, grunaður um að kveikja í og gera tilraun til að kveikja í bifreiðum í hverfunum Kjelsås og Grefsen aðfaranótt gærdagsins. Var þá kveikt í fimm bifreiðum en í nótt brann sú sjötta og var maðurinn handtekinn í kjölfar þess bruna.