Í áratugi hefur það verið reykvískt fjölskyldusport að fara niður í bæ og gefa öndum brauð, sér í lagi á góðviðrisdögum. Síðustu árin hafa tilmæli komið frá borgaryfirvöldum um að brauðgjöfum við Reykjavíkurtjörn sé hætt frá vori fram á haust. Brauðið laðar til sín máva sem einnig sækja í að gæða sér á andarungum.Mörg andarpör dvelja við Tjörnina, einkum stokkendur og skúfendur. Varptíminn stendur sem hæst og ef vel gengur má búast við töluverðum fjölda unga. Afkoma unganna ræðst hvoru tveggja af fæðuframboði og því hvort sílamávar hafi verið skæðir í að ræna sér til matar. Ef brauðgjöf er hætt eykur það líkur á að ungarnir komist á legg. Andarungar fylgja móður sinni BRAUÐ MENGAR TJÖRNINA Reykjavíkurborg segir í tilkynningu að fólk geri sér mögulega grein fyrir því að brauðgjafir valdi