Mikið óveður gekk yfir miðríki Bandaríkjanna um helgina og hafa 23 látið lífið í fimm mismunandi ríkjum. Átta eru látnir í Arkansas, sjö í Texas, fimm í Kentucky, tveir í Oklahoma og einn í Alabama. Veðrið einkenndist af vindum og þrumuveðri auk þess sem hvirfilbyljir mynduðust. Fjölmörg heimili eru í rúst og rafmagn hefur víða legið niðri.Búist er við að veðrið gangi austur næstu daga og hafa viðvaranir verið gefnar út í nokkrum ríkjum við austurströnd Bandaríkjanna. Yfir 400 þúsund manns voru án rafmagns í austanverðum Bandaríkjunum síðdegis í gær.ASSOCIATED PRESS / Mike Simons