Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali.