Arnar Eggert Thoroddsen skrifar:Þrjár hljóðversplötur frá Kiriyama Family liggja nú fyrir en ekki er hægt að tala um mikla útgáfutíðni. 2012 kom sú fyrsta út, sú næsta 2017 og núna, sjö árum síðar, er þriðja hljóðversskífan komin út. Á sama tíma skelltu meðlimir í nokkurs konar „tónlistardömp“ svo ég vísi í svipaðar aðgerðir með ljósmyndir og dembdu 35 lögum inn á streymið frá síðustu sextán árum í misfullbúnu formi. Sú plata nefnist Earlies, D‘s and Casualties.Tónlist Kiriyama Family er merkileg. Fágað popp sem hljómar eins og það hafi verið gert í síðáttunni. Svona lýsti ég síðasta verki í dómi fyrir miðil þennan: „Skeggjaðir, húðflúraðir og skjannahvítir karlmenn frá Íslandi sem virðast samt ekki átta sig á því og leika eins og þeir séu á sviði með Sade í London árið 1986 ...“Þessi hljó