Hlaðvarpið Á vettvangi, sem fór í loftið á Heimildinni 22. apríl síðastliðinn, er vinsælasta íslenska hlaðvarp landsins um þessar mundir samkvæmt öllum listum sem halda utan um hlustanir. Í þáttunum fylgir Jóhannes Kr. Kristjánsson kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir í um tveggja mánaða skeið. Þættirnir verða fjórir talsins og birtir vikulega á mánudögum. Næsti þáttur mun því verða aðgengilegur á...