Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Vegagerðin vísar veginn

Á Ísafirði hefur Vegagerðin yfirsýn yfir alla vegi landsins. Í símaverið mæta þjónustufulltrúarnir snemma morguns og svara símtölum vegfarenda langt fram á kvöld. Það kemur mörgun þægilega á óvart að hér séu manneskjur við hinn enda línunnar en ekki talvélar. Sverrir Unnsteinsson er þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni og segir að jafnaði þrjá taka við símtölum á hverri vakt.Aðspurður segir hann að unga fólkið sé einnig duglegt að hringja í 1777 til að afla upplýsinga. Ferðamenn nýta sér þessa þjónustu í vaxandi mæli og oft á tíðum eru límmiðar með númerinu inn í bílaleigubílum.Þó halda sumir að Vegagerðin taki að sér að draga bíla sem hafa komið sér í vandræði. Það er þó ekki hlutverk Vegagerðarinnar, en hún bendir á númer sem má hringja í til að leysa vandann.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta