Meðferð flokksstjórnarfunds Samfylkingarinnar á ályktun Sabine Leskopf um útlendingamál hefur dregið dilk á eftir sér. Var tillögunni vísað til starfshóps sem varð til þess að varaþingmaður flokksins, Inga Björg Margrétar Bjarnadóttir sagði sig úr flokknum. Flutningsmaðurinn Sabine segist ekki á útleið en lýsir þó yfir vonbrigðum. „Það var enginn ósammála þessu en það treysti sér enginn að fara út með þessa yfirlýsingu vegna þess að það var talin árás á flokksforystuna.“ Sabine segir að yfirlýsingin sem slík sé sárasaklaus og í fullu samræmi við grunngildi Samfylkingarinnar. Það standi þó upp á forystu Samfylkingarinnar að svara því hvert flokkurinn stefni í útlendingamálum. „Það hefur verið mikið talað um að við erum að fylgja Norðurlöndum. Ég veit ekki alveg hvað þetta þýðir. Þýðir þetta