Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fritz Wepper allur

Þýski stórleikarinn Fritz Wepper er látinn. Hann skildi við í morgun, 82ja ára gamall, eftir erfið veikindi. Hann er mörgum Íslendingum kunnugur sem Harry Klein, hinn hundtryggi undirmaður lögregluforingjans Stephans Derrick í samnefndum þáttum sem voru framleiddir á árunum 1974-1998.Ferill Weppers var hins vegar langur og farsæll, en hann steig fyrst á svið á barnsaldri. Hann skaust fyrst upp á stjörnuhimninn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Die Brücke árið 1959 og lék líka í stórmyndinni Cabaret árið 1972.Þá var hann þegar farinn að leika Harry Klein í þáttunum Der Kommissar sem voru afar vinsælir á árunum 1969-1974.Wepper hélt þó áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur um víða veröld eftir að þætirnir um Derrick luku göngu sinni, meðal annars í þáttunum Tveir bræður þar sem hann og Elmar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta