Barnaþrælkun og þvingaðar skurðaðgerðir á sykurökrum Coke og Pepsi
Sykur í drykkjum Pepsi og Coca Cola í Indlandi er jafnan unninn af börnum eða vinnukonum sem hnepptar hafa verið í þrældóm. Margar þeirra eru þvingaðar í legnám, til að halda þeim lengur á akrinum.Archana Ashok Chaure var 14 ára þegar hún var gift sér eldri manni, sem vann á sykurakri í Maharashtra-héraði á Indlandi. Chaure hafði dreymt um að verða hjúkrunarkona, í kríthvítum sloppi, að bjarga mannslífum á flottu sjúkrahúsi, innandyra og með viftu. Þess í stað vinnur hún við hlið eiginmannsins, í steikjandi hita og sól, árið um kring.Chaure, sem fékk brjósklos snemma á ferlinum, vegna þyngslanna sem hún er látin bera dag hvern, segir við New York Times að vinnan á akrinum sé þrældómur.Hún vinnur ekki fyrir kaup, heldur til þess að launa yfirmanni sínum þann greiða að gefa henni vinnu. Skul