Holtavörðuheiði er lokuð og hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vestur- og Norðurlandi og snjóþekja á Fróðárheiði og flestum vegum á Vestfjörðum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þannig háttar einnig á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli og Fjarðarheiði. Ófært er Öxi, þæfingur á Vopnafjarðarvegi og lokað um Breiðdalsheiði. Gular viðvaranir taka gildi á Vestfjörðum í kvöld vegna norðaustan hvassviðris eða storms og hríðarveðurs. Þar verður ekkert ferðaveður. Næstu nótt er einnig spáð stórhríð á Norðurlandi vestra, slæmu skyggni og versnandi færð. Lögreglan á Vestfjörðum hvetur fólk til að fylgjast náið með veðurspám og færð á vegum.