Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi. Það hafi ekki verið fyrirséð að fé yrði fært til hluthafa Kviku til þess að ríkið gæti eignast tryggingafélag. Ekkert komi þó lengur á óvart þegar ríkisstjórnin sé annars vegar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem þingmaðurinn...