Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sindra Snæ Birgisson fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór Nathansson fyrir aðild í tilraun til hryðjuverka. Sindri Snær hlýtur 24 mánaða dóm fyrir vopnalagabrot að frádregnum þeim tíma sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi, og Ísidór 18 mánuði.Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór fyrir hlutdeild í tilraun Sindra Snæs til hryðjuverka. Báðir eru þeir einnig ákærðir fyrir vopnalagabrot.Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem dómur verður kveðinn upp í máli tengdu hryðjuverkum.Aðalmeðferð í málinu fór fram í febrúar þar sem þeir neituðu báðir sök. Þeir voru handteknir fyrir rúmlega 500 dögum í umfangsmiklum aðgerðum ríkislögreglustjóra. Þeir voru sagðir mjög hættulegir og vopnaðir og yfirlögregluþjónn orðaði það þannig á blaðamannaf