Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Hundaræktarfélag Íslands, HRFÍ, í máli mæðgna sem kröfðust þess að úrskurður siðanefndar félagsins yrði felldur úr gildi. Mæðgurnar höfðu ræktað Schäfer- hunda undir nafninu Gjóska. Mál þeirra vakti mikla athygli þegar siðanefnd HRFÍ útilokaði þær frá allri starfsemi félagsins og svipti þær ræktunarnafni sínu næstu 15 árin fyrir stórfelld brot gegn lögum félagsins. Brotin voru sex og þau tíunduð í 67 blaðsíðna úrskurði. Úrskurðurinn féll í janúar fyrir tveimur árum. Mæðgurnar kröfðust þess að hann yrði felldur úr gildi og að HRFÍ yrði dæmt til að greiða miskabætur. Mæðgurnar lýstu yfir sakleysi sínu og sögðu að refsingin hefði haft mikið tjón í för með sér fyrir þær. Þær hefðu tapað ræktunarnafninu og mættu hvorki rækta hunda né sýna. Ræktunarnafnið Gjó