Starfslið frá bandarískri góðgerðarstofnun er nú að ferma hjálpargögn í skip á Kýpur sem fyrirhugað er að fari til Gaza um helgina. Tímabundin hafnaraðstaða sem Bandaríkjamenn hyggjast koma upp á Gaza tekur líklega tvo mánuði í byggingu.Bandarísku góðgerðasamtökin World Central Kitchen vinna nú að því að ferma skip sem eru í eigu spænskra góðgerðasamtaka, Open Arms, með hjálpargögnum. World Central Kitchen starfrækir um 60 eldhús á Gaza sem hafa nýst til að dreifa matvælum, en nú vantar mat til að dreifa. Skipið er í höfn í borginni Larnaca á Kýpur. Formlega staðfestingu þarf á því að þessi leið sé örugg áður en lagt er af stað, en vonast er til að það gerist á morgun. Þá von tjáði í það minnsta Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þegar hún tilkynnti þessar fy