„Ég myndi alveg segja að þó að við séum bræður og það sé alveg beef af og til erum við alltaf bestu vinir á endanum,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hann og Hálfdán Helgi Matthíasson, bróðir hans, eru fæddir upp úr aldamótum og það er bara ár á milli þeirra. Þeir hafa alla tíð verið samrýmdir og skipa saman dúettinn VÆB sem tekur þátt í Söngvakeppninni með laginu Bíómynd. Þeir voru gestir Júlíu Margrétar í hlaðvarpinu Með söngvakeppnina á heilanum. NÓG AF SYSTKINUM OG LÍF OG FJÖR Á HEIMILINU „Við höfum verið að bralla eitthvað frá því við vorum krakkar,“ segir Matthías. Þeir eru fæddir og uppaldir í Kópavogi og bera hverfinu góða sögu. „Það er geðveikt hverfi,“ segir Hálfdán. „Við erum mjög sáttir.“Bræðurnir koma úr stórri og tónelskri fjölskyldu. „Mamma eignaðist þrjú börn á einu og