Bókunarkerfi verður tekið upp á bílastæðinu í Landmannalaugum í sumar. Þá þarf að panta stæði fyrirfram og greiða þjónstugjald fyrir að leggja þar. Þetta er gert til að draga úr umferðarteppum og öngþveiti á álagstímum að því er segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.Þetta fyrirkomulag verður í gildi frá 20. júní til 15. september og þurfa þá allir sem ætla að leggja leið sína að Landmannalaugum á milli kl 8 og 15 á einkabíl eða bílaleigubíl að bóka stæði fyrirfram.Rútur og aðrir ferðaþjónustuaðilar þurfa ekki að bóka fyrirfram í sumar, en munu þó þurfa að greiða þjónustugjald ef komið er inn á svæðið á milli kl. 8 og 15.Þetta á einungis við bílastæðin við Landmannalaugar og hefur ekki áhrif á umferð innan friðlands að Fjallabaki.Opnað verður fyrir bókanir um miðjan mars.Í tilkynningu Um