Ísraelsk stjórnvöld halda því fram að tólf starfsmenn Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafi tengst árásum Hamas á Ísrael 7. október þar sem um 1.140 voru drepin. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, tilkynnti í morgun að Ísrael ætli að banna starfsemi stofnunarinnar á Gaza eftir að yfirstandandi stríði lýkur.Stofnunin sjálf hefur rift samningum við marga starfsmenn og boðar rannsókn á meintri þátttöku þeirra og reynist ásakanirnar á rökum reistar verði viðkomandi dregnir til ábyrgðar.Ekki liggur fyrir hver meint þáttaka mannanna á að hafa verið, hver staða þeirra eða hlutverk var innan UNRWA eða hvort þeir hafi tekið þátt í ódæðisverkunum sem framin voru þennan dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðar óháða úttekt á stofnuninni eins og hún leggur s