Á blíðskapar vetrar síðdegi mátti heyra mikil læti frá Tjörninni í Reykjavík. Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar fylgdust með þegar dýraverndunarsinnar gáfu svöngum öndunum brauð á tjörninni í Reykjavík. Reyndar var brauð ekki á boðstólunum þennan daginn, heldur andarfóður sérstaklega framleitt fyrir villta fugla. Voru það þær Ingiveig Gunnarsdóttir, stofnandi Facebook hópsins „Björgum dýrum í neyð“, og Viktoría Þórunn sem fóðruðu fuglana....