Karlmaður á þrítugsaldri er alvarlega særður eftir stunguárás í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við mbl.is.