Þeir sjúklingar sem ekki geta tekið lyf sem innihalda efnið metilfenídat geta fengið lyfið Elvanse Adult, sem er með efninu lisdexamfetamín, uppáskrifað sem fyrsta lyf við ADHD. Til þess að geta fengið það þarf þó rökstuðningur frá geðlækni með sérþekkingu ADHD að fylgja.