Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Langflestir nýskráðir bílar knúnir rafmagni

Alls hafa 6.847 rafbílar hafa komið nýir á götur landsins það sem af er árinu. Frá þessu er greint ávef FÍB. Nýskráningar eru alls rúmlega 15 þúsund, þannig að hlutfall rafknúinna bíla er langhæst.Á hæla hreinræktuðu rarbílanna koma blendings- eða hybrid-bílar en eru þó minna en hálfdrættingar með 2.797 nýskráningar. Í þriðja sæti nýskráninga sitja dísilbílar, sem eru 2.167 það sem af er ári. Nýir bílar knúnir bensíni eru alls 1.793 og tengiltvinnbílar 1.640.Athygli vekur að bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla skákar japanska bílarisanum Toyota, sem hefur löngum selt Íslendingum langmest af bílum. Litlu munar þó, en Tesla er með 17,01% hlutfall markaðarins en Toyota 16,83 af hundraði. Um það bil 6,3 prósent fleiri bílar hafa verið nýskráðir í ár samanborið við sama tíma í fyrra.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera