Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Facebook og Instagram bjóða áskrift án auglýsinga

Notendur miðlanna Instagram og Facebook, sem báðir eru í eigu fyrirtækisins Meta, munu frá nóvember geta greitt áskriftargjald til að fjarlægja auglýsingar. Þetta mun þó einungis eiga við um notendur í aðildarlöndum Evrópusambandsins, þá sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss.Gera má ráð fyrir að íslenskum notendum verði gert kleift að kaupa áskriftina vegna aðildar Íslands að Evrópskaa efnahagssvæðinu.Áskriftargjaldið verður 9.99 evrur eða tæpar 1500 krónur en hækkar í 12.99 evrur á mánuði eða tæpar 2000 krónur ef notuð eru stýrikerfin iOS eða Android sem eru í flestum snjallsímum.Með þessu verður auglýsingum hvorki beint að notendum né gögn um notendur notuð til að búa til sérsniðnar auglýsingar.Notendur geta þó áfram notað miðlana frítt ef þeir samþykkja að gögnum þeirra sé safnað

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera