Sund á stóran þátt í lífi margra Íslendinga og nær til allra aldurshópa. Rennibrautir, froskalappir og fljótandi uppblásnir krókódílar geta skapað heilan heim ævintýra fyrir börn sem svamla um í grynnstu laugum landsins. Á meðan unglingar sjá sundlaug hverfisins sem tilvalinn stað fyrir kvöldstundir með vinum án truflana frá forvitnum foreldrum nýtir eldra fólk laugarnar gjarnan til að stunda hreyfingu...