Venjulegt fólk skrifar Skaupið í ár
Höfundar Áramótaskaupsins 2023 verða þau Benedikt Valsson, Fannar Sveinsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorsteinn Guðmundsson.Hópurinn hefur nú hafið störf og stemmning í hópnum er góð segir Fannar Sveinsson, en hann mun leikstýra og framleiða skaupið ásamt Benedikt Valssyni. „Metnaðurinn er mikill og lofum góðu skaupi sem hentar öllum aldri.“Benedikt og Fannar hafa unnið vel og lengi saman eða síðan þeir voru tvítugir. Nýlega stofnuðu þeir framleiðslufyrirtækið Pera Production sem sér um skaupið í ár.Undanfarin sex ár hafa þau Vala Kristín, Júlíana Sara, Karen Björg og Fannar unnið náið saman að þáttunum Venjulegt fólk og því er komin góð reynsla á það samstarf.Fannar bætir svo við að „það