Nafn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kemur fram í 4.500 hið minnsta í nýjum skjölum tengdum Jeffrey Epstein sem bandaríska dómsmálaráðuneytið birti í gær. Alls voru birt yfir þrjár milljónir nýrra skjala tengd auðkýfingnum að þessu sinni.Þar er einnig að finna nöfn fjölda annarra einstaklinga, meðal annars Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands, Dorritar Moussaieff forsetafrúar og Ólafs Elíassonar listamanns.Í skjölunum eru fjölmargar ásakanir á hendur Trump fyrir kynferðislega áreitni og misnotkun, sem margar hverjar byggja á nafnlausum ábendingum og símhringingum til Alríkislögreglunnar FBI. „Sum þessara skjala innihalda ósannar og ýktar ásakanir gegn Trump forseta, sem bárust FBI skömmu fyrir kosningarnar árið 2020. Það skal skýrt tekið fram að þessar ásakanir eru tilhæfu