Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hált á vegum úti

Það er víða hálka eða hálkublettir á vegum landsins. Sem dæmi má nefna að hálka er á stórum hluta hringvegarins í morgunsárið og hálkublettir á hluta hans. Í nær öllum landshlutum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Suðurlandi er flughált á Skálholtsvegi og á Vestfjörðum er flughált á Þröskuldum.Á Norðausturlandi er hálka á öllum helstu leiðum og flughált frá Húsavík til Lónsi. Lögreglan á Norðausturlandi varaði í gær við flughálku í umdæminu. Svell hefði skapast á frosnum vegunum eftir að rigningarúði lagðist ofan á.Nálgast má upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.Það er vissara að fara gætilega á hálum vegum.RÚV / Ágúst Ólafsson
Hált á vegum úti

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta