Ríkisstjórnin er enn að bræða með sér viðbrögð við verðbólguskotinu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir samhug innan ríkisstjórnarinnar um framhaldið, sem kann að benda til þess að um það séu enn skiptar skoðanir, en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra útilokaði fyrir sitt leyti skattahækkanir í því skyni.