„Bara við það eitt að skella á sig fallegu bindi ferðu úr því að vera Doddi á lagernum í erindreki í Buckinghamhöll,“ segir hinn bráðfyndni Starkaður Pétursson. Starkaður er 28 ára gamall leikari alinn upp í Hafnarfirði og hefur á sinn einstaka máta gaman að tískunni.