Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Selja 30 Apache herþyrlur til Ísrael

Donald Trump Bandaríkjaforseti.EPA / FRANCIS CHUNG / POOLBandaríska ríkisstjórnin hefur samþykkt sölu á 30 Apache herþyrlum að andvirði 3,8 milljarða dala til Ísrael. Salan á herþyrlunum er innlegg í vopnasamning við Ísrael upp á 6,7 milljarða dala sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að styðja við.„Bandaríkin skuldbinda sig að tryggja öryggi Ísrael og það er mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael við að þróa og viðhalda vörnum landsins,“ sagði í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Selja 30 Apache herþyrlur til Ísrael

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta