Hátt í 400 blokkir í Kyiv eru án hita eftir harðar árásir Rússlandshers á orkuinnviði að undanförnu. Ískalt er í borginni og um helgina spáir allt að 30 stiga frosti.Vegna kuldans bað Trump Pútín að láta Rússlandsher hætta árásum á orkuinnviði Kyiv og fleiri bæja næstu daga. Talsmaður Pútíns, Dmitry Peskov, staðfesti við fjölmiðla í dag að þetta hefði verið samþykkt, fram á sunnudag. Peskov sagði þetta gert til að liðka fyrir viðræðum.Zelensky staðfesti í færslu á Telegram í dag að Rússlandsher hefði ekki gert árásir á orkuinnviði í nótt. Það hefðu þó verið árásir síðdegis í gær.Víða er fólk án hita og rafmagns í Kyiv og sækir aðstoð í neyðarskýli og fær að hlýja sér þar.AP / Dan Bashakov