Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stefnt að því að hefja fósturvísaskimanir hér á landi

Heilbrigðisráðuneytið vill auka aðgengi að fósturvísagreiningum og stefnir að því að hægt verði að framkvæma þær að nær öllu leyti hér á landi í lok næsta árs. Fósturvísaskimun miðast til að mynda að því að skima fyrir sjúkdómsgenum.„Þetta er oft fólk sem hefur til dæmis fætt börn sem eru með einhverja sjúkdóma, sem orsakast af tilteknum genagöllum, og veit að ef þau eignast aftur barn þá eru miklar líkur á að það hafi sama sjúkdóm,“ segir Ingunn Jónsdóttir, kvensjúkdómalæknir hjá Sunnu frjósemi.„Fólk verður fyrst að undirgangast glasafrjóvgunarmeðferð, svo eru tekin sýni og send til rannsóknar. Svo fær maður svar um hvort viðkomandi fósturvísir hafi þetta tiltekna gen.“Frá vorinu 2025 hafa íslenskar frjósemisstofur boðið upp á að senda sýni í skimun erlendis. Fósturvísarnir eru þá frystir
Stefnt að því að hefja fósturvísaskimanir hér á landi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta