Lagfæringum á Þórunni Þórðardóttur, nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, er nánast lokið. Viðgerðir og lagfæringar hafa kostað 169 milljónir. Skipið kom nýsmíðað til landsins síðasta vor.Atvinnuvegaráðuneytið greiðir kostnaðinn en nýsmíðaverkefnið var á ábyrgð þess.Þórunn Þórðardóttir leysir af rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson sem þjónað hefur Hafrannsóknastofnun í 55 ár. Unnið var í kappi við tímann fyrir áramót svo Þórunn gæti tekið þátt í loðnuleit í janúar, sem hún og gerði. Hafró hátt í fimmfaldaði veiðiráðgjöf sína fyrir loðnu þegar hún var uppfærð í gær.Í svörum Hafrannsóknastofnunar er farið yfir þær lagfæringar sem gera þurfti. Á listann yfir þær rata alls 26 atriði. Þar á meðal var bæting á lýsingu á dekki, lagfæringar á pípulögnum og neysluvatnstönkum og ýmsar viðgerði